Valur - KA 20-25 Leikur 3 í úrslitum 2002 by @Ágúst Stefánsson - Post Details

Valur - KA 20-25 Leikur 3 í úrslitum 2002

KA var komið í erfiða stöðu fyrir þriðja leikinn í úrslitaeinvígi sínu við Val um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta árið 2002. Valur leiddi 2-0 og þurfti aðeins einn sigur í viðbót til að tryggja titilinn auk þess að vera með heimaleikjaréttinn í einvíginu. KA liðið mætti hinsvegar af miklum krafti inn í þriðja leikinn sem fór fram þann 6. maí 2002 að Hlíðarenda og knúði fram fjórða leikinn með góðum 20-25 sigri. Hjá KA var Halldór Jóhann Sigfússon markahæstur með 11 mörk (5 úr vítum), Sævar Árnason 4, Andrius Stelmokas 3, Heiðmar Felixson 2, Einar Logi Friðjónsson 2, Jónatan Magnússon 1, Heimir Örn Árnason 1 og Jóhann Gunnar Jóhannsson 1 mark. Hjá Val var Snorri Steinn Guðjónsson markahæstur með 6 mörk (1 úr víti), Freyr Brynjarsson 5, Bjarki Sigurðsson 3, Sigfús Sigurðsson 3, Einar Gunnarsson 2 og Geir Sveinsson 1 mark.

Similar Posts!

Fjölnir - Selfoss oddaleikur um sæti í Olísdeildinni 2016
Fjölnir - Selfoss oddaleikur um sæti í Olísdeildinni 2016

Fjölnir og Selfoss mættust í umspili um laust sæti í Olís deildinni veturinn 2015-2016. Fjölnir komst í lykilstöðu með því að vinna fyrstu tvo leikina en Selfyssingar knúðu fram hreinan úrslitaleik með því að vinna næstu tvo leiki. Oddaleikur liðanna fór fram í Dalhúsum þann 4. maí 2016. Selfoss sneri leiknum sér í vil í síðari hálfleik eftir að hafa verið 13-11 undir í hléinu og vann að lokum 24-28 sigur sem tryggði liðinu sæti í Olís deildinni. Stefán Árnason var þjálfari liðsins. Innslagið var unnið í hraði fyrir Olís deildina á Hringbraut í umsjá Loga Geirs og Krissa Aðalsteins. Ætlaði mér alltaf að fínpússa myndbandið en það varð því miður aldrei.



KA - Valur 1-1 (9. sept. 1989)
KA - Valur 1-1 (9. sept. 1989)

Um 2.000 manns mættu á völlinn til þess að sjá viðureign KA og Vals þann 9. september 1989. Leikurinn var næst síðasti leikur KA í 1. deildinni en það er jú ekki á hverjum degi sem tæplega 2.000 manns mæta á Akureyrarvöll. Leikurinn olli vonbrigðum, okkar menn voru með taugarnar þandar og var lag Bjarna Hafþórs Helgasonar, sungið af KA-manninum Karli Örvarssyni, ekki til að minnka taugaveiklun drengjanna. Valur komst yfir með snilldarmarki „Þórsarans“ Halldórs Áskelssonar á 30. mínútu við gífurlega vonbrigði heimamanna. Menn kættust þeim mun betur er hetja KA-manna, Þorvaldur Örlygsson, jafnaði á 43. mínútu. En þar við sat og KA stigi á eftir FH með 31 stig fyrir síðustu umferðina og skyldi nú leikið í Keflavík.



Valur - KA 0-1 (9. júlí 1989)
Valur - KA 0-1 (9. júlí 1989)

KA sótti topplið Vals heim þann 9. júlí 1989. Loksins kom að því að KA skoraði mark á útivelli og það dugði liðinu til 0-1 sigurs í leiknum mikilvæga. Rigning og rok settu sterkan svip á leikinn en KA-menn voru baráttuglaðari og það færði þeim stigin dýrmætu. Sigurmarkið kom þegar Gauti Laxdal tók aukaspyrnu og sendi knöttinn inn í vítateig Vals þar sem Anthony Karl náði honum og skoraði með góðu skoti hjá sínum gömlu félögum.



Valur - KA 21-24 Leikur 5 í úrslitum 2002
Valur - KA 21-24 Leikur 5 í úrslitum 2002

KA og Valur mættust í hreinum úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta þann 10. maí 2002 að Hlíðarenda. KA liðið sem hafði lent 2-0 undir í einvíginu tókst hið ómögulega og hampaði titlinum eftir frábæran síðari hálfleik í oddaleiknum. Hjá KA var Halldór Jóhann Sigfússon markahæstur með 8 mörk, Jóhann Gunnar Jóhannsson 4, Sævar Árnason 4, Heimir Örn Árnason 3, Andrius Stelmokas 2, Heiðmar Felixson 2 og Einar Logi Friðjónsson 1 gerði mark. Hjá Val var Sigfús Sigurðsson markahæstur með 6 mörk, Snorri Steinn Guðjónsson 5, Markús Máni Michaelsson 3, Bjarki Sigurðsson 3, Ásbjörn Stefánsson 2, Einar Gunnarsson 1 og Geir Sveinsson gerði 1 mark. Íslandsmeistaralið KA skipuðu: Andrius Stelmokas, Arnar Sæþórsson, Árni Björn Þórarinsson, Arnór Atlason, Baldvin Þorsteinsson, Egidijus Petkevicius, Einar Logi Friðjónsson, Haddur Júlíus Stefánsson, Halldór Jóhann Sigfússon, Hans Hreinsson, Heiðmar Felixson, Heimir Örn Árnason, Hreinn Hauksson, Ingólfur Axelsson, Jóhann Gunnar Jóhannsson, Jóhannes Ólafur Jóhannesson, Jónatan Magnússon, Kári Garðarsson og Sævar Árnason. Atli Hilmarsson þjálfaði liðið



KA - Valur 17-16 Leikur 4 í úrslitum 2002
KA - Valur 17-16 Leikur 4 í úrslitum 2002

KA var undir 1-2 í úrslitaeinvíginu við Val um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta árið 2002. Liðin mættust í fjórða leiknum í KA-Heimilinu þann 8. maí 2002 og KA liðið þurfti nauðsynlega á sigri að halda til að halda vonum sínum á lífi. Leikurinn var vægast sagt stál í stál og voru taugar allra á staðnum þandar til hins ítrasta. Lítið var skorað en KA leiddi 8-7 í hléinu. Sama var upp á teningunum í þeim síðari og ljóst að enginn sem var á svæðinu mun gleyma þessum leik. Að lokum vann KA lífsnauðsynlegan 17-16 sigur og tryggði sér þar með hreinan úrslitaleik að Hlíðarenda um titilinn. Hjá KA var Heimir Örn Árnason og Baldvin Þorsteinsson markahæstir með 4 mörk, Andrius Stelmokas gerði 3, Jóhann Gunnar Jóhannsson 2, Halldór Jóhann Sigfússon 2, Heiðmar Felixson 1 og Sævar Árnason 1 mark. Hjá Val var Bjarki Sigurðsson markahæstur með 6 mörk, Einar Gunnarsson 3, Freyr Brynjarsson 3, Markús Máni Michaelsson 2, Sigfús Sigurðsson 1 og Snorri Steinn Guðjónsson 1 mark.



KA - ÍBV U 30-29, svipmyndaklippa
KA - ÍBV U 30-29, svipmyndaklippa

KA lék sinn fyrsta leik í handboltanum frá árinu 2006 þegar liðið tók á móti ÍBV U í KA-Heimilinu þann 15. september 2017. Stemningin í húsinu var mögnuð og þá sérstaklega undir lokin þegar KA liðið sneri töpuðum leik yfir í sigur með marki á lokasekúndunni!



KA - ÍBV U 30-29, lokasekúndurnar (15. sept. 2017)
KA - ÍBV U 30-29, lokasekúndurnar (15. sept. 2017)

KA vann ótrúlegan 30-29 sigur á ÍBV U í opnunarleik Grill 66 deildarinnar þann 15. september 2017 í KA-Heimilinu. Eyjamenn höfðu leitt allan leikinn og fengu vítakast er 12 sekúndur lifðu leiks en Svavar Sigmundsson varði vítið og Dagur Gautason skoraði sigurmark KA.