Content removal request!


KA - Valur 1-1 (9. sept. 1989)

Um 2.000 manns mættu á völlinn til þess að sjá viðureign KA og Vals þann 9. september 1989. Leikurinn var næst síðasti leikur KA í 1. deildinni en það er jú ekki á hverjum degi sem tæplega 2.000 manns mæta á Akureyrarvöll. Leikurinn olli vonbrigðum, okkar menn voru með taugarnar þandar og var lag Bjarna Hafþórs Helgasonar, sungið af KA-manninum Karli Örvarssyni, ekki til að minnka taugaveiklun drengjanna. Valur komst yfir með snilldarmarki „Þórsarans“ Halldórs Áskelssonar á 30. mínútu við gífurlega vonbrigði heimamanna. Menn kættust þeim mun betur er hetja KA-manna, Þorvaldur Örlygsson, jafnaði á 43. mínútu. En þar við sat og KA stigi á eftir FH með 31 stig fyrir síðustu umferðina og skyldi nú leikið í Keflavík.