Content removal request!


Valur - KA 21-24 Leikur 5 í úrslitum 2002

KA og Valur mættust í hreinum úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta þann 10. maí 2002 að Hlíðarenda. KA liðið sem hafði lent 2-0 undir í einvíginu tókst hið ómögulega og hampaði titlinum eftir frábæran síðari hálfleik í oddaleiknum. Hjá KA var Halldór Jóhann Sigfússon markahæstur með 8 mörk, Jóhann Gunnar Jóhannsson 4, Sævar Árnason 4, Heimir Örn Árnason 3, Andrius Stelmokas 2, Heiðmar Felixson 2 og Einar Logi Friðjónsson 1 gerði mark. Hjá Val var Sigfús Sigurðsson markahæstur með 6 mörk, Snorri Steinn Guðjónsson 5, Markús Máni Michaelsson 3, Bjarki Sigurðsson 3, Ásbjörn Stefánsson 2, Einar Gunnarsson 1 og Geir Sveinsson gerði 1 mark. Íslandsmeistaralið KA skipuðu: Andrius Stelmokas, Arnar Sæþórsson, Árni Björn Þórarinsson, Arnór Atlason, Baldvin Þorsteinsson, Egidijus Petkevicius, Einar Logi Friðjónsson, Haddur Júlíus Stefánsson, Halldór Jóhann Sigfússon, Hans Hreinsson, Heiðmar Felixson, Heimir Örn Árnason, Hreinn Hauksson, Ingólfur Axelsson, Jóhann Gunnar Jóhannsson, Jóhannes Ólafur Jóhannesson, Jónatan Magnússon, Kári Garðarsson og Sævar Árnason. Atli Hilmarsson þjálfaði liðið