Content removal request!


Upphitun fyrir bikarúrslitaleik KA og Vals 1995

KA og Valur mættust í úrslitaleik bikarsins í handbolta árið 1995 en leikurinn er af mörgum talinn besti úrslitaleikur allra tíma. KA hafði tapað í úrslitum árið áður en stórlið Vals var af flestum talið líklegra til að fara með sigur af hólmi í leiknum. Mikil eftirvænting var fyrir leiknum og var uppselt í bæði flug og rútuferðir frá Akureyri og Laugardalshöllin var troðfull þegar flautað var til leiks. Hér er hitað upp fyrir leikinn þar sem rætt er við Geir Sveinsson fyrirliða Vals og Þorbjörn Jensson þjálfara Vals. Þá er rætt við stuðningsmenn liðanna í Reykjavík, en það eru Anna Björk Birgisdóttir (KA) og Ingvi Hrafn Jónsson (Valur). Fyrir norðan ræðir Bjarni Hafþór Helgason við nokkra aðila en það eru þau Sigurbjörg Níelsdóttir, Guðmundur Baldvin Guðmundsson og Árni Stefánsson.